PopUp 4. - 6. nóvember

PopUp 4. - 6. nóvember

Helgina 4. – 6. nóvember er það Örvar sem hefur gert yndislega mjúka og góða berjatertu. Best er að bera hana fram með þeyttum rjóma ásamt góðum kaffi- eða kakóbolla.

Örvar hefur starfað hjá Almari bakara frá upphafi en hann er maðurinn á bak við allar gómsætu kökurnar og terturnar okkar. Ef þú hefur fengið súkkulaðitertu með mynd, marzipan tertu í brúðkaupið – skírnina eða afmælið þá hefur Örvar gert hana fyrir þig 😊