Matseðill

Nærandi hádegisverður, eldaður daglega

Skoðaðu hvað er í boði í dag – ferskar súpur, matarmikil salöt og handgerðar samlokur. Veldu þitt bakarí og tryggðu þér gómsætan hádegisverð.

Súpur vikunnar

Hlýja í skál

Í Hveragerði og á Selfossi er í boði súpur alla daga vikunar, Með súpu dagsins færðu alltaf nýbakað brauð úr bakaríinu, heimagert pestó og uppáhellt kaffi. Allt sem þarf í notalega og nærandi stund.

  • Mánudagur: Rjómalöguð Brokkolísúpa
  • Þriðjudagur: Rjómalöguð Blaðlaukssúpa
  • Miðvikudagur: Rjómalöguð Sveppasúpa
  • Fimmtudagur: Rjómalöguð Aspassúpa
  • Föstudagur: Rjómalöguð Mexíkósúpa
  • Laugardagur: Rjómalöguð Blómkálssúpa
  • Sunnudagur: Rjómalöguð Karrýkrydduð Grænmetissúpa

Salötin okkar

Ferskleiki í hverjum skammti

Salötin okkar eru útbúin daglega úr fersku og góðu hráefni til að gefa þér nærandi og bragðgóða máltíð. Hér eru nokkur af okkar vinsælustu:

  • Caesar Romaine: Með kjúkling, beikon og heimagerðum brauðteningum.

  • Chef’s Special: Iceberg, spínat, kjúklingur, beikon, egg, mexíkóostur, paprika, tómatsalsa, brokkolí.

  • Mexican salat: Með guacamole, nachos og safaríkum kjúkling.

  • Vegan salat: Með falafel, sætum kartöflum og kasjúhnetum.

  • Barnasalat: Pasta, 2 tegundir af grænmeti og sósa

  • Gerðu þitt eigið salat: Val um salatgrunn eða pasta ásamt 6 atriðum að eigin vali og dressing

Samlokurnar okkar

Handgert á nýbökuðu brauði

Við notum að sjálfsögðu okkar eigið nýbakaða brauð í allar samlokur – það er leyndarmálið á bak við bragðið. Skoðaðu nokkrar af okkar uppáhalds:

  • Nautalokan: Með bernessósu og hægelduðu nautakjöti á ciabatta.

  • Kálkúnalokan: Klassísk og góð með beikoni og tómötum.

  • Kjúkalokan: Ljúffeng á súrdeigsbrauði með hvítlaukssósu og pepperoni.

Komdu í heimsókn

Verið velkomin í bakaríin okkar í Hveragerði, á Selfossi og Hellu. Við tökum á móti ykkur með ilminum af nýbökuðu, hlýju viðmóti og gæðum sem gleðja.

  • Hveragerði

    Sunnumörk 2, 810 Hveragerði

    Opnunartími
    Virka daga 07:00-18:00
    Laugardaga 07:00-18:00
    Sunnudaga 07:00-18:00

    4831919
  • Selfoss

    Larsenstræti 3, 800 Selfoss

    Opnunartími
    Virka daga 07:00-17:00
    Laugardaga 08:00-17:00
    Sunnudaga 08:00-17:00

    4831919
  • Hella

    Suðurlandsvegur, 850 Hella

    Opnunartími
    Virka daga 07:00-17:00
    Laugardaga 08:00-16:00
    Sunnudaga lokað

    4831919

Langar þig í eitthvað gott?

Hvort sem þú vilt skoða úrvalið á netinu eða koma við hjá okkur, þá erum við tilbúin að taka vel á móti þér.