PopUp helgarinnar
Allar helgar erum við með PopUp vörur frá bökurunum okkar, föstudaga til sunnudaga. Þeir skiptast á að gera vörurnar hverja helgi þar sem þeir fá að bregað út af vananum og fá frelsi til að skapa eitthvað skemmtilegt og gómsætt fyrir ykkur.
Þessa helgina er það hún Stefanía sem að býður upp á yndislega mjúka og góða Redvelvet köku í hrekkjavökubúning.
Stefanía er búin að vera hjá okkur í tæpt ár og er bakaranemi.