Innköllun á kryddbrauði - merking ekki rétt
Innköllun á Kryddbrauði
Almar bakari hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar að innkalla Kryddbrauð með best fyrir dagsetningunni 29.02.2024
Komið hefur í ljós að við framleiðslu á Kryddbrauðinu að merkingar á vörunni eru ekki réttar þar sem kryddbrauðið inniheldur heslihnetur sem er þekktur ofnæmis- og óþolsvaldur en það kemur ekki fram sem innihaldsefni á umbúðum vörunnar. Neytendur með óþol eða ofnæmi fyrir heslihnetum eru varaðir við að neyta vörunnar en varan er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola heslihnetur.
Við höfum þegar rætt við heilbrigðisyfirvöld um innköllunina og upplýsingum komið á framfæri til söluaðila um að viðkomandi vara verði tekin úr sölu.
Við hvetjum þá sem keypt hafa Kryddbrauð hjá okkur að athuga dagsetninguna á umbúðunum og koma þeim til okkar eða farga vörunni ef við á.
Við biðjumst innilegrar velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.